Birkir Fjalar og Smári Tarfur ræða um upphaf hljómsveitarinnar AC/DC sem og fyrstu alþjóðlegu plötu hennar - High Voltage. Góðir gestir koma í heimsókn og segja frá upplifun sinni á plötunni.
Smári og Birkir fara í saumana á fyrstu alþjóðlegu útgáfu hljómsveitarinnar. High Voltage markar fyrir flest okkar upphafið og er þátturinn því hálfgerð upprunasögustund/hugleiðing ásamt köfun í plötuna.
Sérstakir gestir þáttarins eru Lovísa Sigurjónsdóttir (fyrrverandi útvarpskona og þungarokksamma) og Andri Freyr Viðarsson (útvarps- og dagskrárgerðarmaður).